Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 19. maí 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Fjögur mörk í næsta leik, takk
2. umferð: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári)
Marinó Hilmar Ásgeirsson.
Marinó Hilmar Ásgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marinó Hilmar Ásgeirsson er leikmaður 2. umferðar í 2. deild karla að mati Ástríðunnar.

Hann skoraði þrennu þegar Kári gerði 4-4 jafntefli gegn KV í ótrúlegum leik.

„Tómas Leó skorar þrennu líka en þessi þrenna hjá Marinó vegur þyngra í okkar augum," sagði Sverrir Mar Smárason, leikmaður ÍH, í Ástríðunni.

„Ég væri bilaður ef ég sæti hérna að hlusta á þetta sem Tómas Leó. 'Ég kem inn á þegar 55 mínútur eru búnar og loka leiknum'. Baráttan er hörð," sagði Gylfi Tryggvason.

„Þetta er hörkudeild og það eru allir að reyna að vera Ice-leikmaður umferðarinnar," sagði Sverrir.

„Við erum eins og stjórarnir í Pepsi Max. Við viljum hafa breiðan hóp og við viljum hafa samkeppni. Ef menn eru ekki sáttir, þá verða þeir að gera betur. Fjögur mörk í næsta leik, takk. Ég vil að allir Haukamenn sameinist og láti Sverri heyra þetta."

Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan.

Sjá einnig:
Bestur í 2. deild: Til hamingju með þetta, Axel Kári
Ástríðan - Farið yfir 2. umferð - Sterku liðin tapa stigum
Athugasemdir
banner
banner
banner