Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 25. júlí 2020 06:00
Aksentije Milisic
Ledley King sagður vera koma inn í þjálfarateymi Tottenham
Fyrrverandi fyrirliði Tottenham, Ledley King, er í viðræðum við félagið um að koma inn í þjálfarateymið hjá liðinu.

King, sem er 39 ára gamall, hefur verið sendiherra klúbbsins frá árinu 2012 en þá neyddist hann til þess að leggja skóna á hilluna eftir þrálát meiðsli.

King vill nú koma inn í þjálfarateymið en hann hefur nú þegar aðstoðað Jose Mourinho og unnið með varnarmönnum liðsins.

Talið er að hann sé mögulega að koma inn sem leikgreinandi en Ricardo Formosinho, sem hefur unnið lengi með Jose Mourinho, er að hverfa af braut hjá félaginu.
Athugasemdir
banner