Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. janúar 2021 22:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nýtt topplið í níunda sinn - Nýtt met
Mynd: Getty Images
Manchester City komst á toppinn í ensku úrvalsdeildinni með öruggum sigri á West Brom í kvöld.

Þetta er í fyrsta sinn á þessu tímabili þar sem Man City er á toppnum í lok dags.

Enska úrvalsdeildin hefur líklegra aldrei verið eins spennandi. Það er mikið jafnræði í baráttunni á toppinn og ómögulegt að segja til um hvaða lið verður meistari. Á síðustu leiktíð var það alveg ljóst á þessu tímapunkti að Liverpool yrði meistari.

Alls hafa níu lið verið á toppi deildarinnar í lok dags í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Það er nýtt met frá stofnun deildarinnar 1992. Aldrei hefur það gerst eins oft á einu tímabili að nýtt lið sé á toppnum í lok dags í deildinni.

Liðin sem hafa verið á toppnum á þessu tímabili: Arsenal, Everton, Leicester, Liverpool, Southampton, Tottenham, Chelsea, Man Utd og Man City.

Man Utd á möguleika á því að endurheimta toppsætið með sigri gegn Sheffield United á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner