Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. janúar 2021 21:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: Fylkir með stórsigur á KR
Fylkir skellti KR.
Fylkir skellti KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir skellti KR þegar liðin áttust við í Reykjavíkurmótinu í kvöld með fjórum mörkum gegn engu.

Nikulás Val Gunnarsson, sem kom öflugur inn í lið Fylkis síðasta sumar, skoraði eitt mark og þeir Þórður Gunnar Hafþórsson, Daði Ólafsson og Arnór Borg Guðjohnsen einnig á skotskónum.

KR spilaði seinni hálfleikinn manni færri eftir að Grétar Snær Gunnarsson var rekinn af velli á 43. mínútu með sitt annað gula spjald. Það voru hins vegar ekki fleiri mörk skoruð og lokatölur því 4-0 fyrir Fylki sem er með sex stig eftir tvo leiki. KR er með þrjú stig.

Víkingar höfðu þá betur gegn Leikni Reykjavík, sem verða nýliðar í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. Lokatölur þar 2-0 þar mörkin komu seint í hvorum hálfleiknum.

Víkingur hefur leikið alla fjóra leiki sína í riðlinum og endar með níu stig. Leiknir er með sex stig eftir þrjá leiki.

Víkingur R. 2 - 0 Leiknir R.
1-0 Logi Tómasson ('45)
2-0 Helgi Guðjónsson ('88)

Fylkir 4 - 0 KR
1-0 Nikulás Val Gunnarsson ('18)
2-0 Daði Ólafsson ('24)
3-0 Þórður Gunnar Hafþórsson ('38)
4-0 Arnór Borg Guðjohnsen ('41)
Rautt spjald: Grétar Snær Gunnarsson, KR ('43)
Athugasemdir
banner
banner