Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. janúar 2023 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Weghorst vill vera keyptur til Man Utd
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Hollenski landsliðsmaðurinn Wout Weghorst vonast til að vera áfram hjá Manchester United eftir tímabilið.


Weghorst, sem verður 31 árs í sumar, er á lánssamningi hjá Man Utd sem gildir út tímabilið. Eftir það heldur hann aftur til Burnley þar sem hann er samningsbundinn félaginu til 2025. Vincent Kompany, knattspyrnustjóri Burnley, gæti viljað nýta sér krafta Weghorst þegar honum tekst að koma félaginu aftur upp í efstu deild - sem hann er á verulega góðri leið með.

Erik ten Hag vantaði sóknarmann og stökk strax á Weghorst þegar hann frétti að sóknarmaðurinn væri laus. Hann hefur haft Weghorst í byrjunarliðinu þrjá leiki í röð frá komu hans til Manchester og skoraði hann í 0-3 sigri á Nottingham Forest í deildabikarnum í gærkvöldi.

„Þetta var frábært kvöld. Flott úrslit fyrir okkur og góð tilfinning sem fylgir. Félagið var að leita að stórum sóknarmanni og hér er ég," sagði Weghorst eftir sigurinn gegn Forest.

„Martial var eini sóknarmaðurinn þegar ég kom til félagsins en hann er meiri nía. Það vantaði stóran sóknarmann og það er undir mér komið að nýta tækifærin þegar þau bjóðast. 

„Ég er ánægður með mitt framlag, mér finnst ég vera að spila vel og pressa vel. Ég þarf að halda þessu áfram ef ég vill spila áfram fyrir þennan klúbb eftir tímabilið."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner