Neil Lennon hefur samþykkt að taka við stjórnartaumunum hjá Celtic og verður samkomulagið innsiglað þegar Brendan Rodgers skrifar undir hjá Leicester City.
Lennon mun stýra Celtic út tímabilið en talið er líklegt að hann verði í kjölfarið ráðinn til frambúðar.
Peter Lewwell, framkvæmdastjóri skoska stórveldisins, segir að samkomulag við Lennon sé í höfn og beðið sé eftir því að heyra í Leicester.
Hinn 47 ára gamli Lennon var stjóri Celtic frá 2010 til 2014 en hann varð þrívegis meistari með liðinu. Hann var síðast stjóri Hibernian en hann hætti störfum þar í síðasta mánuði.
Celtic er með átta stiga forskot á Rangers á toppi skosku úrvalsdeildarinar í augnablikinu.
Lennon mun stýra Celtic út tímabilið en talið er líklegt að hann verði í kjölfarið ráðinn til frambúðar.
Peter Lewwell, framkvæmdastjóri skoska stórveldisins, segir að samkomulag við Lennon sé í höfn og beðið sé eftir því að heyra í Leicester.
Hinn 47 ára gamli Lennon var stjóri Celtic frá 2010 til 2014 en hann varð þrívegis meistari með liðinu. Hann var síðast stjóri Hibernian en hann hætti störfum þar í síðasta mánuði.
Celtic er með átta stiga forskot á Rangers á toppi skosku úrvalsdeildarinar í augnablikinu.
Talið er líklegt að Brendan Rodgers verði staðfestur sem nýr stjóri Leicester í kvöld. Hann er nú staddur á King Power leikvangnum að ganga frá málum.
Athugasemdir