Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 26. mars 2021 13:05
Magnús Már Einarsson
Landsliðshópur kvenna: Tveir nýliðar
Icelandair
Hafrún Rakel Halldórsdóttir er nýliði í hópnum.
Hafrún Rakel Halldórsdóttir er nýliði í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telma Ívarsdóttir
Telma Ívarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt hópinn sem mætir Ítalíu í vináttuleik 13. apríl og ónefndu liði þann 10. apríl.

Leikurinn verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Þorsteins.

Tveir nýliðar eru í hópnum en það eru Telma Ívarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki.

Varnarmaðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er ekki í hópnum að þessu sinni þar sem hún þyrfti að fara í tíu daga sóttkví við heimkomu ef hún kæmi í leikina frá Noregi.

Kristín Dís Árnasdóttir úr Breiðabliki, Barbára Sól Gísladóttir úr Selfossi og Svava Rós Guðmundsdóttir hjá Bordeaux eru ekki með en þær eru að stíga upp úr meiðslum.

Markverðir
Sandra Sigurðardóttir | Valur | 34 leikir
Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Örebro | 1 leikur
Telma Ívarsdóttir | Breiðablik

Varnarmenn
Hafrún Rakel Halldórsdóttir | Breiðablik
Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir
Anna Björk Kristjánsdóttir | Le Havre | 43 leikir
Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 89 leikir, 6 mörk
Guðrún Arnardóttir | Djurgarden | 8 leikir
Guðný Árnadóttir | Napoli | 8 leikir
Hallbera Guðný Gísladóttir | AIK | 117 leikir, 3 mörk
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik | 2 leikir

Miðjumenn
Sara Björk Gunnarsdóttir | Lyon | 136 leikir, 22 mörk
Andrea Rán Hauksdóttir | Le Havre | 10 leikir, 2 mörk
Dagný Brynjarsdóttir | West Ham | 90 leikir, 29 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir | Örebro | 1 leikur
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Orlando Pride | 76 leikir, 10 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir | Eintracht Frankfurt | 10 leikir, 2 mörk
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Bayern Munich | 4 leikir, 1 mark

Sóknarmenn
Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 48 leikir, 6 mörk
Elín Metta Jensen | Valur | 54 leikir, 16 mörk
Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 33 leikir, 2 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir | Kristianstad | 5 leikir, 2 mörk
Hlín Eiríksdóttir | Pitea IF | 18 leikir, 3 mörk
Athugasemdir
banner
banner
banner