Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   fös 26. maí 2023 22:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: 40 ára gamall Quagliarella spilaði sinn síðasta leik
Fabio Quagliarella
Fabio Quagliarella
Mynd: EPA

Sampdoria 2 - 2 Sassuolo
1-0 Manolo Gabbiadini ('8 )
1-1 Domenico Berardi ('9 )
1-2 Matheus Henrique ('11 )
2-2 Martin Erlic ('78 , sjálfsmark)


Sampdoria leikur í Serie B á næstu leiktíð en það er endanlega ljóst að liðið endar á botni Serie A á þessari leiktíð.

Liðið fékk Sassuolo í þýðingalitlum leik í kvöld í fyrsta leik næst síðustu umferðarinnar í deildinni, ljóst er að Sassuolo getur í besta falli endað í 12. sæti.

Sampdoria komst yfir í leiknum á 8. mínútu en eftir 11 mínútna leik var Sassuolo komið með forystuna og 2-1 var staðan í hálfleik.

Undir lok leiksins skoraði Martin Erlic varnarmaður Sassuolo sjálfsmark og tryggði Sampdoria stig í síðasta heimaleiknum í efstu deild í bili að minnsta kosti.

Hinn fertugi Fabio Quagliarella lék sinn síðasta leik á ferlinum fyrir Sampdoria í kvöld en hann var tekinn af velli þegar fimm mínútur voru til leiksloka.

Dómarinn leyfði honum að taka sinn tíma en á endanum barst Quagliarella í grát og samherjar hans hópuðust að honum.

Hann lék 292 leiki og skoraði 106 mörk fyrir Sampdoria. Fyrst tímabilið 2006-07 svo snéri hann aftur árið 2015 og hefur spilað með liðinu allar götur síðan.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 18 14 0 4 40 15 +25 42
2 Milan 19 11 7 1 29 14 +15 40
3 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
4 Napoli 18 12 2 4 28 15 +13 38
5 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
6 Como 19 9 7 3 27 13 +14 34
7 Atalanta 20 8 7 5 25 19 +6 31
8 Bologna 19 7 6 6 26 20 +6 27
9 Udinese 20 7 5 8 22 32 -10 26
10 Lazio 19 6 7 6 20 16 +4 25
11 Sassuolo 20 6 5 9 23 27 -4 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 19 5 7 7 20 23 -3 22
14 Parma 19 5 6 8 14 22 -8 21
15 Cagliari 19 4 7 8 21 27 -6 19
16 Lecce 19 4 5 10 13 27 -14 17
17 Genoa 19 3 7 9 19 29 -10 16
18 Fiorentina 20 2 8 10 20 30 -10 14
19 Verona 18 2 7 9 15 30 -15 13
20 Pisa 20 1 10 9 15 30 -15 13
Athugasemdir
banner
banner