Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. október 2020 09:51
Magnús Már Einarsson
Kaupir Liverpool ekki varnarmann í janúar?
Powerade
Nagelsmann er orðaður við Manchester City.
Nagelsmann er orðaður við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Rojo gæti farið til Sheffield United.
Rojo gæti farið til Sheffield United.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir frekar en fyrri daginn. Kíkjum á slúðurpakka dagsins.



Manchester City vill fá Julian Nagelsmann, þjálfara RB Leipzig, eða Mauricio Pochettino, fyrrum stjóra Tottenham, til að taka við af Pep Guardiola. Samningur Guardiola rennur út næsta sumar og framtíð hans er í óvissu. (Mail)

Paulo Dybala (26) framherji Juventus, er í viðræðum um nýjan samning en hann hefur verið orðaður við bæði Tottenham og Manchester United. (Sky Sports)

Kylian Mbappe (21) ætlar að vinna Meistaradeildina áður en hann fer í annað stórt félag. Þetta segir Youri Djorkaeff, sendiherra PSG. (Goal)

Pólski framherjinn Arkiadiusz Milik gæti farið frá Napoli í janúar en Everton og Tottenham hafa áhuga. (Mail)

Sheffield United vill fá Marcos Rojo (30) varnarmann Manchester United á láni í janúar. (Sun)

Manchester United missti af því að fá Dayot Upamecano (21), núverandi varnarmann RB Leipzig, í sínar raðir fyrir fimm árum þar sem félagið vildi ekki greiða 200 þúsund pund meira í samningaviðræðum. Upamecano er í dag metinn á 55 milljónir punda. (Sun)

Arsenal hefur áhuga á Houssem Aouar (22) miðjumanni Lyon en PSG og Juventus hafa líka áhuga. (Tuttosport)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segist hafa verið hreinskilinn við Mesut Özil (32) þrátt fyrir að umboðsmaður leikmannsins segi að miðjumaðurinn hafi ekki fengið svör af hverju hann sé ekki í úrvalsdeildarhóp liðsins. (Mirror)

Liverpool gæti sleppt því að fá miðvörð í sínar raðir í janúar og beðið þar til næsta sumar þrátt fyrir fjarveru Virgil van Dijk. (Liverpool Echo)

Luka Modric (35) miðjumaður Real Madrid segist vera of gamall til að gera það sama og Gareth Bale (31) og fara aftur til Tottenham. (Marca)

Real Madrid ætlar að bjóða Sergio Ramos (34) nýjan eins árs samning. Ramos verður samningslaus næsta sumar en hann vill fá tveggja ára samning. (AS)

Riyad Mahrez (29) kantmaður Manchester City, hefur blásið á sögusagnir þess efnis að hann sé á leið til PSG. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner