Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. nóvember 2020 19:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Evrópudeildin: Aftur vann Arsenal 3-0 með Rúnar Alex í markinu
Leicester jafnaði undir lokin
Mynd: Getty Images
Þrettán leikjum var rétt í þessu að ljúka í Evrópudeildinni. Fjórða umferð riðlakeppninnar fer fram í kvöld.

Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna í marki Arsenal í kvöld í sínum öðrum leik fyrir félagið. Rúnar Alex varði eitt skot í leiknum og líkt í fyrsta leik Rúnars enduðu leikar með 3-0 sigri Arsenal. Nicolas Pepe og Reiss Nelson komu Arsenal tveimur mörkum yfir og svo skoraði Folarin Balogun þriðja mark liðsins mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður. Arsenal er komið áfram í 32-liða úrslit keppninnar.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA þegar liðið gerði 0-0 jafntefli gegn Feyenoord. Arnór Sigurðsson var einnig í byrjunarliði CSKA og lék fyrstu 62 mínútur leiksins.

Leicester að jafna undir lokin gegn Braga. Varamaðurinn Jamie Vardy jafnaði leikinn á 95. mínútu, markið tryggði Leicester sæti í 32-liða úrslitum keppninnar. Lille og AC Milan gerðu jafntelfi og Sparta Prag sigraði Celtic sannfærandi.

Úrslit og markaskorarar
Riðill A:
CSKA Sofia 0 - 1 Young Boys
0-1 Jean-Pierre Nsame ('34 )

Riðill B:
Molde 0 - 3 Arsenal
0-1 Nicolas Pepe ('50 )
0-2 Reiss Nelson ('55 )
0-3 Folarin Balogun ('83 )

Riðill G:
Braga 3 - 3 Leicester City
1-0 Mohamed Al Musrati ('4 )
1-1 Harvey Barnes ('9 )
2-1 Paulinho ('24 )
2-2 Luke Thomas ('78 )
3-2 Fransergio ('90)
3-3 Jamie Vardy ('95)

AEK 0 - 3 Zorya
0-1 Artem Gromov ('61 )
0-2 Vladyslav Kabaev ('75 )
0-3 Vladlen Yurchenko ('85 , víti)
Rautt spjald: Yevgeniy Shakhov, AEK ('49)

Riðill H:
Sparta Praha 4 - 1 Celtic
0-1 Odsonne Edouard ('15 )
1-1 David Hancko ('27 )
2-1 Lukas Julis ('38 )
3-1 Lukas Julis ('80 )
4-1 Srdjan Plavsic ('94)

Lille 1 - 1 Milan
0-1 Samu Castillejo ('46 )
1-1 Jonathan Bamba ('65 )

Riðill I:
Maccabi Tel Aviv 1 - 1 Villarreal
0-1 Alex Baena ('45 )
1-1 Aleksandar Pesic ('47 )

Qarabag 2 - 3 Demir Grup Sivasspor
1-0 Abdellah Zoubir ('8 )
1-1 Arouna Kone ('40 , víti)
2-1 Uros Matic ('51 )
2-2 Olarenwaju Kayode ('58 )
2-3 Arouna Kone ('79 )

Riðill J:
LASK Linz 0 - 2 Antwerp
0-1 Lior Refaelov ('53 )
0-2 Pieter Gerkens ('83 )
Rautt spjald: Gernot Trauner, LASK Linz ('50)

Riðill K:
CSKA 0 - 0 Feyenoord
Rautt spjald: Nicolai Jorgensen, Feyenoord ('48)

Wolfsberger AC 0 - 3 Dinamo Zagreb
0-1 Lovro Majer ('60 )
0-2 Bruno Petkovic ('75 )
0-3 Luka Ivanusec ('90+1)

Riðill L:
Gent 0 - 2 Crvena Zvezda
0-1 Njegos Petrovic ('2 )
0-2 Nemanja Milunovic ('58 )

Liberec 0 - 2 Hoffenheim
0-1 Christoph Baumgartner ('77 )
0-2 Andrej Kramaric ('89, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner