Nökkvi Þeyr Þórisson var hetja Beerschot í sigri liðsins á Anderlecht u23 í dag.
Anderlecht komst yfir snemma leiks en Beerschot náði að jafna metin áður en flautað var til leiksloka.
Eftir tæplega klukkutíma leik var komið að Nökkva. Hann fékk boltann á vinstri kanntinum og fór inn á teiginn og snéri boltanum glæsilega í fjærhornið. Hann kann það vel enda skoraði hann ófá mörk með þessum hætti í Bestu deildinni með KA í sumar.
Það reyndist sigurmarkið en Beerschot er á toppnum í næst efstu deild í Belgíu eftir sigurinn. Beveren er þó stigi á eftir og á leik til góða sem fram fer á morgun gegn Íslendingaliði Lommel.
Trademark https://t.co/n15N5xdkdK
— Sæbjörn Steinke (@saebjornth) November 26, 2022
Athugasemdir