Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 18:51
Ívan Guðjón Baldursson
Sunderland fær Gelhardt (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Heimasíða Sunderland

Sunderland er búið að staðfesta komu Joe Gelhardt á lánssamningi frá Leeds United sem gildir út tímabilið.


Gelhardt gæti reynst gríðarlega mikilvægur fyrir Sunderland sem er í harðri umspilsbaráttu um að komast aftur upp í ensku úrvalsdeildina eftir alltof langa fjarveru.

Gelhardt er ekki nema 20 ára gamall en býr yfir mikilli reynslu þar sem hann á 40 leiki að baki fyrir aðallið Leeds.

Hann þótti eitt mesta efni Englands á sínum tíma og á 21 mark í 28 leikjum fyrir yngri landsliðin.

Hjá Sunderland gengur hann til liðs við Amad Diallo sem er á láni frá Manchester United og Edouard Michut sem er á láni frá PSG.

Þá var Sunderland einnig að ganga frá kaupum á franska U21 landsliðsmanninum Isaac Lihadji frá Rennes fyrir óuppgefna upphæð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner