Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mán 27. janúar 2025 14:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brann hefur áhuga á Bjarka Steini
Bjarki átti frábæran leik á Wembley gegn Englandi síðasta sumar.
Bjarki átti frábæran leik á Wembley gegn Englandi síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska félagið Brann hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net augastað á Bjarka Steini Bjarkasyni leikmanni Venezia á Ítalíu.

Freyr Alexandersson tók við sem þjálfari Brann fyrr í þessum mánuði og ætti að vita hversu öflugur leikmaður Bjarki er.

Bjarki er fjölhæfur leikmaður sem spilar oftast sem hægri vængbkvörður með liði sínu Venezia. Hann lék tvo landsleiki á síðasta ári og þá spilaði hann sem bakvörður.

Bjarki er 24 ára og er samningsbundinn Venezia fram á sumarið 2027. Hann hefur verið á mála hjá félaginu síðan hann var keyptur haustið 2020 frá ÍA.

Bjarki var orðinn fastamaður í liðinu síðasta vor en þurfti að fara í aðgerð í haust vegna meiðsla og sneri til baka seint á síðasta ári. Hann var í byrjunarliði Venezia um síðustu helgi og var það í fyrsta sinn eftir meiðslin.

Hann virðist vera að snúa til baka í nokkuð stórt hlutverk hjá Venezia og því nokkuð ósennilegt að Brann nái að krækja í hann úr ítölsku A-deildinni.

Næsti leikur Venezia er gegn Verona og fer sá leikur fram í dag, klukkan 17:00, á heimavelli Feneyinga.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Milan 10 6 3 1 15 7 +8 21
4 Roma 10 7 0 3 10 5 +5 21
5 Bologna 10 5 3 2 16 8 +8 18
6 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
7 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
8 Lazio 10 4 3 3 13 7 +6 15
9 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
10 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
11 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
12 Sassuolo 10 4 1 5 11 12 -1 13
13 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
14 Cagliari 10 2 3 5 9 14 -5 9
15 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
16 Parma 10 1 4 5 5 12 -7 7
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Genoa 10 1 3 6 6 14 -8 6
19 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
20 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
Athugasemdir
banner
banner