Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
   fim 27. febrúar 2020 17:30
Magnús Már Einarsson
Koulibaly kaupir íbúð í París - Til PSG í sumar?
Kalidou Koulibaly, varnarmaður Napoli, gæti verið á leið til PSG í sumar að sögn franskra fjölmiðla.

Thiago Silva verður samningslaus í sumar og illa hefur gengið hjá PSG að semja við hann.

PSG gæti því reynt að fá Koulibaly í sínar raðir í hans stað.

Koulibaly ku hafa keypt íbúð í París á 3,4 milljónir punda á dögunum en íbúðin er nálægt Eiffel turninum.

Það þykir ýta undir sögusagnir að hann gæti gengið í raðir PSG í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner