Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 27. febrúar 2021 08:00
Aksentije Milisic
Pepe: Svaf upp í hjá mömmu 17 ára gamall
Pepe tekur Sterling á teppið.
Pepe tekur Sterling á teppið.
Mynd: Getty Images
Pepe, leikmaður Porto, hefur reglulega verið á milli tannanna hjá fólki vegna framkomu sinnar innan vallar. Það má segja að hann geri allt til þess að vinna leiki og hefur hann reglulega farið yfir strikið.

Pepe átti frábæra tíma hjá Real Madrid en þar lék hann í tíu ár og vann fullt af titlum. Pepe er orðinn 38 ára gamall í dag en er enn í fullu fjöri hjá Porto, sem spilar í Meistaradeild Evrópu.

Pepe fæddist í Brasilíu og bjó þar þangað til hann var 18 ára gamall en þá fluttist hann til Portúgal og hóf að spila með Maritimo. Hann segir að hann hafi sofið upp í hjá móður sinni, allt til 17 ára aldurs.

„Áður en ég kom til Portúgal þá svaf ég upp í hjá mömmu, til 17 ára aldurs. Þið getið ímyndað ykkur hvernig ég var," sagði Pepe.

„Mamma sagði við mig um daginn að ég hélt alltaf í hárið á henni og svaf alveg upp við hana. Fólk kallar mig rasshaus en svona var ég."

„Ég gat alls ekki ímyndað mér að ég myndi vinna Meistaradeild Evrópu þrisvar sinnum á mínum ferli. Ég var sofandi upp í hjá mömmu sautján ára gamall."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner