Ajax er þekkt fyrir það að vera félag sem þróar leikmenn og selur þá svo á miklar upphæðir.
En félagið er að ganga í gegnum erfiða tíma núna og það gengur ekkert rosalega vel innan vallar.
Wim Kieft, sem raðaði á sínum tíma inn mörkum fyrir Ajax og hollenska landsliðið, segist aðeins sjá tvo leikmenn í liðinu í dag sem hægt sé að selja fyrir mikinn pening. Annar þeirra er Kristian Nökkvi Hlynsson sem hefur verið einn ljósasti punkturinn í slöku liði Ajax á tímabilinu.
„Þú er með einn leikmann sem Ajax getur grætt mikinn pening á og það er (Brian) Brobbey. Og já, svo ertu líka með miðjumanninn (Kristian) Hlynsson. Þessi litli Íslendingurinn er flottur leikmaður," sagði Kieft sem er ekki nægilega sáttur með gang mála hjá sínu gamla félagi.
Kristian, sem er tvítugur, braut sér leið inn í byrjunarlið Ajax á þessu tímabili og hefur ekki horft til baka eftir það.
Athugasemdir