Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   mán 27. mars 2023 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Rice væri fullkominn fyrir Arsenal"

Jack Wilshere, fyrrum miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, telur að Declan Rice væri fullkominn leikmaður fyrir Arsenal. Wilshere, sem þótti ótrúlega efnilegur á sínum tíma, glímdi við mikil meiðslavandræði á ferlinum og endaði sem leikmaður AGF í Danmörku áður en hann lagði skóna á hilluna í fyrra. Í dag stýrir hann U18 liði Arsenal.


Rice hefur verið algjör lykilmaður í liði West Ham undanfarin ár og er með fastasæti í enska landsliðinu, þar sem hann á 41 leik að baki þrátt fyrir að vera aðeins 24 ára gamall.

Rice, sem spilar sem djúpur miðjumaður, hefur verið orðaður við stærstu félög Englands síðustu ár en á ennþá tvö ár eftir af samningi sínum við West Ham, sem vill alls ekki selja hann.

„Þetta er miðjumaður sem getur gert allt. Stuðningsmaður hvaða félagsliðs sem er myndi vilja fá hann í sitt lið. Ég held að hann væri frábær hérna hjá Arsenal undir stjórn Mikel Arteta," sagði Wilshere.

„Mikel gæti hjálpað honum gríðarlega mikið að verða að enn betri leikmanni. Ég hef rætt við Dec og hrósað honum fyrir það sem hann er að gera hjá West Ham. Hann er að gera stórkostlega hluti og er orðinn fyrirliði félagsins. 

„West Ham er stór og flottur klúbbur en Dec er með framtíðina í sínum eigin höndum og getur valið hvaða skref hann tekur næst. Hann er leikmaður sem getur gert vel fyrir hvaða lið sem er. Ég vona að það verði Arsenal, hann væri fullkominn fyrir félagið og félagið væri fullkomið fyrir hann."

Rice var gerður að fyrirliða West Ham þegar Mark Noble lagði skóna á hilluna síðasta sumar. Þegar Wilshere var hjá West Ham frá 2018 til 2020 lék hann nokkra leiki á miðjunni með Rice.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Chelsea 21 8 8 5 34 23 +11 32
7 Man Utd 21 8 7 6 34 31 +3 31
8 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
9 Newcastle 21 8 5 8 29 26 +3 29
10 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
11 Fulham 21 8 5 8 29 30 -1 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Tottenham 21 7 7 7 30 26 +4 28
14 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
15 Leeds 21 6 7 8 28 34 -6 25
16 Bournemouth 21 5 9 7 33 40 -7 24
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 Burnley 21 4 3 14 21 39 -18 15
19 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner