banner
   mið 27. apríl 2016 17:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 10. sæti
Vignir Jóhannesson er markvörður Selfyssinga.
Vignir Jóhannesson er markvörður Selfyssinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn hávaxni Andy Pew.
Miðvörðurinn hávaxni Andy Pew.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Ragnar Guðlaugsson er mættur aftur í vörn Selfyssinga.
Stefán Ragnar Guðlaugsson er mættur aftur í vörn Selfyssinga.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Selfoss 71 stig
11. Fjarðabyggð 42 stig
12. Huginn 41 stig

10. Selfoss
Lokastaða í fyrra: 10. sæti í 1. deild

Eftir fall úr Pepsi-deildinni árið 2012 enduðu Selfyssingar í áttunda sæti í 1. deildinni árið 2013, níunda sæti 2014 og tíunda sæti í fyrra. Samkvæmt spá þjálfara og fyrirliða verður Selfoss aftur í tíunda sæti í ár. Selfyssingar losuðu sig við sex erlenda leikmenn síðastliðið haust og ætla að byggja meira á heimamönnum í ár. Þrír erlendir leikmenn bættust þó í hópinn í vetur og Selfyssingar ætla sér að enda ofar en spáin segir til um.

Þjálfarinn: Gunnar Rafn Borgþórsson tók við Selfyssingum af Zoran Miljkovic á miðju sumri í fyrra og skilaði liðinu í öruggu sæti. Gunnar hefur þjálfað kvennalið Selfyssinga undanfarin ár og gerði það samhliða því að þjálfa karlaliðið síðari hlutann í fyrra. Eftir tímabil ákvað Gunnar að hætta með kvennaliðið og taka alfarið við karlaliðinu. Á sama tíma var hann ráðinn í starf yfirmanns knattspyrnumála sem er ný staða hjá félaginu.

Styrkleikar: Gunnar hefur náð að þétta hópinn í vetur en heimamenn eru komnir í stærri hlutverk en áður. Stemningin hefur verið afskaplega lítil á Selfossi undanfarin ár en með fjölgun heimamanna má búast við meiri stemningu á vellinum í sumar. Þrír erlendir leikmenn komu inn í hópinn í ár og þeir líta út fyrir að vera meiri liðsstyrkurinn en erlendu leikmennirnir sem voru hjá liðinu í fyrra.

Veikleikar: Selfyssingar skoruðu einungis tuttugu mörk í fyrra og sóknarleikurinn verður að vera öflugri í sumar ef ekki á illa að fara. Árangurinn í Fótbolta.net mótinu og Lengjubikarnum var ekki góður en þar vann Selfoss einungis tvo leiki samanlagt. Leiðin hefur legið hægr og rólega niður á við hjá Selfyssingum undanfarin ár og þeir þurfa nú að spyrna við fótum ef næsta skref á ekki að vera fall niður í 2. deild.

Lykilmenn: Pachu Martinez, Stefán Ragnar Guðlaugsson og Vignir Jóhannesson.

Gaman að fylgjast með: Sindri Pálmason er efnilegur Selfyssingur sem kom aftur til uppeldisfélagsins í fyrra eftir eins árs dvöl hjá Esbjerg í Danmörku. Gæti sprungið út í sumar. Einnig verður áhugavert að sjá framherjann unga Arnór Gauta Ragnarsson sem er á láni frá Breiðabliki.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Arnór Gauti Ragnarsson frá Breiðabliki á láni
Daniel Hatfield frá Skallagrími
Giordiano Pantano frá AC Lumezzane á Ítalíu
James "J.C." Mack III frá Ekenas í Finnlandi
Óttar Guðlaugsson frá Hetti
“Pachu” Martínez Gutiérrez frá Gjøvik-Lyn í Noregi
Stefán Ragnar Guðlaugsson frá Fylki

Farnir:
Brynjar Már Björnsson í Stjörnuna (Var á láni)
Denis Sytnik
Einar Ottó Antonsson í Ægi
Elton Renato Livramento Barros í Hauka
Halldór Arnarsson í ÍR
Ivanirson Silva Oliveira
Jordan Edridge
Luka Jagacic
Magnús Ingi Einarsson í Dalvík/Reyni
Matthew Whatley

Fyrstu leikir Selfyssinga
7. maí Selfoss - Leiknir F.
14. maí Keflavík - Selfoss
20. maí Selfoss - Leiknir R.
Athugasemdir
banner
banner
banner