Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 26. apríl 2016 10:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 12. sæti
Huginn vann 2. deildina í fyrra.
Huginn vann 2. deildina í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonar
Birkir Pálsson er fyrirliði Hugins.
Birkir Pálsson er fyrirliði Hugins.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Blazo Lalevic, Marko Nikolic og Stefan Spasic.
Blazo Lalevic, Marko Nikolic og Stefan Spasic.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonar
Rúnar Freyr Þórhallsson.
Rúnar Freyr Þórhallsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Huginn 41 stig

12. Huginn
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 2. deild

Huginn tekur þátt í 1. deild í fyrsta skipti í sögunni árið 2016. Huginn sigraði 2. deildina í fyrra eftir að hafa verið spáð 10. sæti fyrir mót. Samkvæmt spá þjálfara og fyrirliða mun Huginn ekki stoppa lengi í 1. deildinni en Seyðfirðingar eru spenntir fyrir sumrinu og staðráðnir í að blása á hrakspár.

Þjálfarinn: Brynjar Skúlason þjálfari lið Hugins líkt og undanfarin ár. Brynjar hefur náð aðdáunarverðum árangri á Seyðisfirði en hann hefur komið Huginn úr 3. deild upp í 1. deild á þremur árum. Í fyrra var hann valinn þjálfari ársins í 2. deildinni. Sjálfur spilaði Brynjar með Huginn í áraraðir en hann á einnig leiki að baki með HK og Fjarðabyggð.

Styrkleikar: Heimavöllurinn hefur verið drjúgur undanfarin ár en Huginn tapaði bara einum leik heima í fyrra. Fótboltastemningin er mikil á Seyðisfirði og bæjarbúar standa þétt við bakið á liðinu. Vörn og gott skipulag áttu stóran þátt í gengi Hugins í fyrra en liðið fékk einungis 18 mörk á sig þá. Erlendu leikmennirnir eru öflugir og verða áfram í lykilhlutverki.

Veikleikar: Hópurinn er mjög lítill og spurning er hvort að breiddin geti orðið versti óvinur Hugins í sumar. Einungis einn nýr leikmaður hefur bæst við hópinn síðan í fyrra og óvíst er hvort að hópurinn sé nógu sterkur fyrir 1. deildina. Sóknarleikurinn hefur verið til vandræða á undirbúningstímabilinu en Fernando Calleja Revilla, markahæsti leikmaður liðsins í fyrra, er horfinn á braut.

Lykilmenn: Birkir Pálsson, Blazo Lalevic og Stefan Spasic.

Gaman að fylgjast með: Miðvörðurinn ungi Orri Sveinn Stefánsson átti gott sumar með Huginn í fyrra. Hann er kominn aftur á láni frá Fylki og spennandi verður að sjá hvernig honum vegnar í 1. deildinni.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Ivan Eduardo Nobrega Silva frá Portúgal

Farnir:
Fernando Calleja Revilla til Spánar
Hinrik Atli Smárason í HK
Magnús Már Einarsson í Aftureldingu
Miguel Gudiel Garcia til Þýskalands

Fyrstu leikir Hugins
7. maí Fjarðabyggð - Huginn
16. maí Huginn - Grindavík
21. maí KA - Huginn
Athugasemdir
banner
banner