Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mið 27. apríl 2016 11:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 11. sæti
Andri Þór Magnússon varnarmaður Fjarðabyggðar.
Andri Þór Magnússon varnarmaður Fjarðabyggðar.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Stefán Þór Eysteinsson, fyrirliði.
Stefán Þór Eysteinsson, fyrirliði.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Hákon Þór Sófusson.
Hákon Þór Sófusson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Víkingur Pálmason.
Víkingur Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. Fjarðabyggð 42 stig
12. Huginn 41 stig

11. Fjarðabyggð
Lokastaða í fyrra: 7. sæti í 1. deild

Fjarðabyggð tekur þátt í 1. deildinni annað árið í röð eftir skrýtið tímabil í fyrra. Liðið var í öðru sæti eftir fyrri umferðina í fyrra en gengi liðsins var ekki það sama síðari hluta móts og endaði liðið í 7. sæti. Mikar breytingar hafa orðið á liðinu síðan í fyrra og stór kjarni liðsins hefur leitað annað.

Þjálfarinn: Víglundur Páll Einarsson var ráðinn þjálfari fyrir tímabilið og tekur hann við af Brynjari Getssyni sem hafði verið með liðið þrjú ár á undan og farið upp um tvær deildir. Víglundur þekkir vel til hjá Fjarðabyggð en hann spilaði með liðinu árið 2005. Þjálfaraferill Víglundar er ekki langur en hann gerði fína hluti hjá uppeldisfélagi sínu Einherja og var í framhaldinu ráðinn til Fjarðabyggðar. Fjarðabyggð ætlar heimamönnum stærri hlutverk á næstu árum og er Víglundur hugsaður sem maðurinn til að stýra því.

Styrkleikar: Kjarni heimastráka sem þekkja hvern annan vel hefur ávallt verið styrkleiki hjá Fjarðabyggð. Heimamenn fá einnig stærra hlutverk í liðinu en undanfarin ár og þeir ættu að vera tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir félagið. Þá hefur það oft reynst liðum erfitt að ferðast Austur en spurning hvernig það verður í sumar því deildin er meiri landsbyggðardeild en oft áður.

Veikleikar: Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Fjarðabyggðar frá því í fyrra og sterkir póstar horfið úr liðinu. Gengi Fjarðabyggðar í Lengjubikarnum var mjög dapurt en liðið tapaði öllum fimm leikjum sínum með markatöluna 3-21. Spurning er hvort nýir leikmenn nái að aðlagast og þá er þjálfarinn óreyndur á svona stóru sviði.

Lykilmenn: Andri Þór Magnússon, Jose Embalo, Stefán Þór Eysteinsson.

Gaman að fylgjast með: Það verður forvitnilegt að sjá hvernig útlendingarnir koma inn í lið Fjarðabyggðar í sumar en enginn þeirra hefur áður leikið með félaginu. Hákon Þór Sófusson og Sveinn Fannar Sæmundsson gætu líka sprungið út í sumar en þeir eru tveir af þessum uppöldu sem þurfa að stíga upp í sumar svo ekki eigi illa að fara.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Cristian Puscas frá Rúmeníu
Haraldur Þór Guðmundsson frá Leikni F.
José Alberto Djaló Embaló frá Rapid Búkarest
Marteinn Þór Pálmason frá Leikni F.
Oumaro Coulibaly frá Chievo á Ítalíu
Sverrir Mar Smárason Kári
Sævar Örn Harðarson frá Elliða
Víglundur Páll Einarsson frá Einherja

Farnir:
Bjarni Mark Antonsson í KA (Var á láni)
Brynjar Jónasson í Þrótt
Carl Oscar Anderson
Emil Stefánsson í FH (Var á láni)
Elvar Ingi Vignisson í ÍBV
Hafþór Þrastarson í Fram
Ingvar Ásbjörn Ingvarsson í Leikni R. (Var á láni frá FH)
Kile Kennedy til Ástralíu
Nik Chamberlain í Aftureldingu
Viðar Þór Sigurðsson í KR (Var á láni)
Viktor Örn Guðmundsson í KV

Fyrstu leikir Fjarðagbyggðar
7. maí Fjarðabyggð - Huginn
14. maí Leiknir F. - Fjarðabyggð
21. maí Fjarðabyggð - Keflavíkur
Athugasemdir
banner
banner