Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   mán 27. maí 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maðurinn sem tekur við af Arne Slot
Brian Priske.
Brian Priske.
Mynd: EPA
Feyenoord í Hollandi er við það að ráða Brian Priske sem nýjan þjálfara sinn. Hann kemur til með að taka við liðinu af Arne Slot sem fór til Liverpool.

Það er Tipsbladet sem greinir frá.

Priske er Dani sem var lengi vel aðstoðarþjálfari í heimalandi sínu. Hann var aðstoðarþjálfari Midtjylland frá 2011 til 2016, svo var hann aðstoðarþjálfari FC Kaupmannahafnar og svo aftur hjá Midtjylland áður en hann gerðist þar aðalþjálfari.

Undir stjórn Priske, sem er fyrrum danskur landsliðsmaður, varð Midtjylland danskur meistari og komst liðið einnig í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Hann hefur frá 2022 stýrt Sparta Prag í Tékklandi við góðan orðstír en liðið hefur unnið tékknesku deildina bæði árin hans við stjórnvölinn.

Núna er hinn 47 ára gamli Priske nálægt því að taka við einu stærsta félagi Hollands.
Athugasemdir
banner
banner
banner