Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 27. júní 2023 20:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Stefán Ingi skoraði þegar Blikar völtuðu yfir Tre Penne
Stefán Ingi Sigurðarson
Stefán Ingi Sigurðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tre Penne 1 - 7 Breiðablik
0-1 Höskuldur Gunnlaugsson ('6 )
0-2 Ágúst Eðvald Hlynsson ('25 )
1-2 Antonio Barretta ('31 )
1-3 Klæmint Andrasson Olsen ('45 )
1-4 Stefán Ingi Sigurðarson ('67 )
1-5 Viktor Karl Einarsson ('74 )
1-6 Höskuldur Gunnlaugsson ('89 )
1-7 Ágúst Eðvald Hlynsson ('92 )
Lestu um leikinn


Tre Penne frá San Marínó var lítil fyrirstaða fyrir Breiðablik í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Blikar voru með nokkra yfirburði í fyrri hálfleik en Höskuldur Gunnlaugsson kom liðinu yfir snemma leiks. Ágúst Hlynsson tvöfaldaði forystuna.

Tre Penne komst í sína fyrstu alvöru sókn stuttu síðar og náðu að minnka muninn eftir sofandahátt í vörn Blika. Það var hins vegar Klæmint Olsen sem skoraði þriðja markið í uppbótartíma og 3-1 er staðan í hálfleik.

Stefán Ingi Sigurðarson byrjaði á bekknum í kvöld en kom inn á eftir rúmlega klukkutíma leik og var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn og skoraði fjórða mark liðsins. Hann setti boltann aftur í netið stuttu síðar en Höskuldur var dæmdur rangstæður í aðdragandanum.

Blikar voru alls ekki hættir og skoruðu þrjú mörk í viðbót og gersamlega völtuðu yfir Tre Penne.

Breiðablik mætir Buducnost í úrslitum á Kópavosgvelli á föstudaginn í leik um sæti í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Liðin þekkjast ágætlega þar sem þau mættust í fyrra í hörku viðureign. Óljóst er hvort Stefán Ingi verði með þar sem hann virðist vera á förum frá Breiðabliki.


Athugasemdir
banner
banner
banner