Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 27. júlí 2022 12:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lisandro Martínez til Manchester United (Staðfest)
Mynd: Manchester United
Argentínski miðvörðurinn Lisandro Martínez er genginn í raðir Manchester United frá Ajax. Hann gerir fimm ára samning við United með möguleika á ári til viðbótar.

Varnarmaðurinn lék alls 177 leiki fyrir Ajax síðustu þrjú tímabil. Hann er uppalinn hjá Newell's Old Boys í heimalandinu og á að baki sjö landsleiki.

Hjá Ajax varð hann tvisvar hollenskur meistari og síðasta sumar vann hann Copa America með Argentínu.

Martínez er alls ekki hávaxinn og hefur verið fjallað um að hann verði lágvaxnasti miðvörður ensku úrvalsdeildarinnar. Hann er 1,75 á hæð. Hæðin hefur þó ekki komið í veg fyrir að hann vinni skallaeinvígi í Hollandi. Þar vann hann 69% af öllum skallaeinvígumm sínum á síðasta tímabili sem er þremur prósentum meira en hávaxnasti miðvörður úrvalsdeildarinnar, Dan Burn, vann á síðasta tímabili á Englandi.

Argentínumaðurinn hefur staðið sig vel hjá Ajax. Þar hefur hann spilað þrjár stöður, þó oftast sem miðvörður. Hann spilaði mikið sem djúpur miðjumaður á fyrsta tímabili sínu með Ajax, en leysti einnig af í vinstri bakverði.

Martínez er þriðji leikmaðurinn sem United fær í sínar raðir í sumar. Áður hafði félagið fengið Tyrell Malacia og Christian Eriksen í sínar raðir.

United er sagt greiða um 57 milljónir punda fyrir leikmanninn.


Athugasemdir
banner
banner