Víkingur Ólafsvík krækti í Englendinga með flotta ferilskrá áður en félagaskiptaglugginn lokaði í gær.
Leikmaðurinn heitir Luke Williams og er 29 ára gamall miðjumaður. Hann var síðast á mála hjá Gateshead í sjöttu efstu deild Englands.
Hann ólst upp hjá Middlesbrough og steig sín fyrstu skref þar. Hann byrjaði sem táningur að spila með liðinu í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands. Hann spilaði alls 34 leiki með Middlesbrough í Championship.
Hann spilaði svo með Hartlepool, Scunthorpe, Coventry, Peterborough og Northampton en er núna mættur á Ólafsvík.
Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar eru sem stendur í níunda sæti 2. deildar, sex stigum frá fallsæti.
Athugasemdir