Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 27. júlí 2022 12:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólsarar fá miðjumann sem á leiki í Championship (Staðfest)
Víkingur Ólafsvík krækti í Englendinga með flotta ferilskrá áður en félagaskiptaglugginn lokaði í gær.

Leikmaðurinn heitir Luke Williams og er 29 ára gamall miðjumaður. Hann var síðast á mála hjá Gateshead í sjöttu efstu deild Englands.

Hann ólst upp hjá Middlesbrough og steig sín fyrstu skref þar. Hann byrjaði sem táningur að spila með liðinu í Championship-deildinni, næst efstu deild Englands. Hann spilaði alls 34 leiki með Middlesbrough í Championship.

Hann spilaði svo með Hartlepool, Scunthorpe, Coventry, Peterborough og Northampton en er núna mættur á Ólafsvík.

Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar eru sem stendur í níunda sæti 2. deildar, sex stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner