Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 27. ágúst 2018 08:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Jorginho með fleiri sendingar en allt lið Newcastle til samans
Jorginho, leikmaður Chelsea var frábær á miðsvæði liðsins í gær er liðið heimsótti Newcastle.

Chelsea var rúmlega 80% með boltann í leiknum og stjórnaði leiknum algjörlega. Ótrúlegt en satt tókst Jorginho að senda boltann 19 sinnum oftar en allt byrjunarlið Newcastle til samans í fyrri hálfleik.

Þá tókst Jorginho að klára 86 sendingar af 92 sem þýðir að 93,5% sendinga hans rötuðu á samherja í leiknum. Á sama tíma tókst Newcastle aðeins að senda boltann 67 sinnum á milli sín.

Jorginho kom til Chelsea frá Napoli og virðist halda áfram að blómstra undir stjórn Maurizio Sarri en þeir unnu einnig saman á Ítalíu.
Athugasemdir
banner