Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   sun 27. september 2020 21:44
Kristófer Jónsson
Róbert Orri um aðstoðardómarann: Vildum að hann myndi standa með sinni ákvörðun
Róbert Orri átti góðan leik í kvöld.
Róbert Orri átti góðan leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson skoraði mark Breiðabliks í 1-1 jafntefli gegn Val í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Við erum svekktir að taka ekki öll þrjú stigin með okkur heim í kvöld. Mér fannst við vera betri á flestum sviðum og það er svekkjandi að klára þetta ekki." sagði Róbert eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

Jöfnunarmark Vals kom á 90.mínútu leiksins í kjölfar innkasts sem að Blikar voru ósáttir með að Valur hafði fengið, þar sem að aðstoðardómarinn hafði flaggað rangstöðu rétt áður sem að Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, dæmdi ekki.

„Hann flaggar og hættir svo við en við vildum að hann myndi standa á ákvörðuninni sem að hann ætlaði að taka. Hann sagðist hafa gert einhver mistök og ég veit ekki hvað sé rétt og rangt í þessu." sagði Róbert um atvikið.

Breiðablik situr í fjórða sæti deildarinnar með 27 stig og höfðu fyrir síðasta leik (gegn Stjörnunni) tapað þremur leikjum í röð.

„Mér finnst við hafa átt meira skilið úr sumum leikjum en raun ber vitni. En það er líka undir okkur komið að þetta falli fyrir okkur. Mér fannst við eiga skilið þrjú stig í kvöld og vonandi náum við að tengja nokkra sigra." sagði Róbert um gengi liðsins.

Nánar er rætt við Róbert Orra í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner