Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 27. september 2020 21:44
Kristófer Jónsson
Róbert Orri um aðstoðardómarann: Vildum að hann myndi standa með sinni ákvörðun
Róbert Orri átti góðan leik í kvöld.
Róbert Orri átti góðan leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson skoraði mark Breiðabliks í 1-1 jafntefli gegn Val í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Við erum svekktir að taka ekki öll þrjú stigin með okkur heim í kvöld. Mér fannst við vera betri á flestum sviðum og það er svekkjandi að klára þetta ekki." sagði Róbert eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

Jöfnunarmark Vals kom á 90.mínútu leiksins í kjölfar innkasts sem að Blikar voru ósáttir með að Valur hafði fengið, þar sem að aðstoðardómarinn hafði flaggað rangstöðu rétt áður sem að Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, dæmdi ekki.

„Hann flaggar og hættir svo við en við vildum að hann myndi standa á ákvörðuninni sem að hann ætlaði að taka. Hann sagðist hafa gert einhver mistök og ég veit ekki hvað sé rétt og rangt í þessu." sagði Róbert um atvikið.

Breiðablik situr í fjórða sæti deildarinnar með 27 stig og höfðu fyrir síðasta leik (gegn Stjörnunni) tapað þremur leikjum í röð.

„Mér finnst við hafa átt meira skilið úr sumum leikjum en raun ber vitni. En það er líka undir okkur komið að þetta falli fyrir okkur. Mér fannst við eiga skilið þrjú stig í kvöld og vonandi náum við að tengja nokkra sigra." sagði Róbert um gengi liðsins.

Nánar er rætt við Róbert Orra í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner