Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 27. september 2020 21:44
Kristófer Jónsson
Róbert Orri um aðstoðardómarann: Vildum að hann myndi standa með sinni ákvörðun
Róbert Orri átti góðan leik í kvöld.
Róbert Orri átti góðan leik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson skoraði mark Breiðabliks í 1-1 jafntefli gegn Val í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Við erum svekktir að taka ekki öll þrjú stigin með okkur heim í kvöld. Mér fannst við vera betri á flestum sviðum og það er svekkjandi að klára þetta ekki." sagði Róbert eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Breiðablik

Jöfnunarmark Vals kom á 90.mínútu leiksins í kjölfar innkasts sem að Blikar voru ósáttir með að Valur hafði fengið, þar sem að aðstoðardómarinn hafði flaggað rangstöðu rétt áður sem að Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, dæmdi ekki.

„Hann flaggar og hættir svo við en við vildum að hann myndi standa á ákvörðuninni sem að hann ætlaði að taka. Hann sagðist hafa gert einhver mistök og ég veit ekki hvað sé rétt og rangt í þessu." sagði Róbert um atvikið.

Breiðablik situr í fjórða sæti deildarinnar með 27 stig og höfðu fyrir síðasta leik (gegn Stjörnunni) tapað þremur leikjum í röð.

„Mér finnst við hafa átt meira skilið úr sumum leikjum en raun ber vitni. En það er líka undir okkur komið að þetta falli fyrir okkur. Mér fannst við eiga skilið þrjú stig í kvöld og vonandi náum við að tengja nokkra sigra." sagði Róbert um gengi liðsins.

Nánar er rætt við Róbert Orra í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner