Jorginho, Graham Potter, Zinedine Zidane, Xabi Alonso, Ramsdale og fleiri koma við sögu
banner
   mán 27. nóvember 2023 22:26
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Girona mistókst að endurheimta toppsætið
Mynd: EPA
Girona 1 - 1 Athletic
1-0 Viktor Tsygankov ('55 )
1-1 Inaki Williams ('67 )

Girona og Athletic gerðu 1-1 jafntefli í 14. umferð La Liga á Spáni í kvöld. Heimamönnum mistókst að hirða toppsætið af Real Madrid.

Fyrri hálfleikurinn var fjörugur. Liðin sköpuðu sér mörg góð færi, en ekki tókst að brjóta ísinn.

Úkraínumaðurinn Viktor Tsygankov gerði það hins vegar þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Miguel Gutierrez átti laglega sendingu á Tsygankov sem skaut föstu skoti upp við stöng og inn.

Inaki Williams jafnaði aðeins tólf mínútum síðar er hann stakk sér framhjá Daley Blind og lagði boltann undir Paulo Gazzaniga í markinu.

Liðin deildu stigunum. Girona mistókst að endurheimta toppsætið og er því áfram í öðru sæti með 35 stig eins og Real Madrid sem er á toppnum, en Madrídingar með betri markatölu. Athletic er í 5. sæti með 25 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner