Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
banner
   þri 28. janúar 2025 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta: Þetta eyðileggur íþróttina
Lewis-Skelly gengur af velli
Lewis-Skelly gengur af velli
Mynd: EPA
Michael Oliver, dómara í úrvalsdeildinni, og fjölskyldu hans var hótað öllu illu af stuðningsmönnum Arsenal eftir að hann rak Myles Lewis-Skelly af velli í leik liðsins gegn Wolves um helgina.

Arsenal áfrýjaði dómnum og úrvalsdeildin varð að ósk félagsins og Lewis-Skelly fer ekki í bann.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sendi öllum stuðningsmönnum skilaboð á fréttamannafundi fyrir leik Arsenal gegn Girona í Meistaradeildinni á morgun.

„Það skiptir ekki máli hvort um sé að ræða leikmann, þjálfara eða dómara. Við verðum að leggja harðar að okkur til að útrýma þessu, það kemur ekkert nema slæmt út úr þessu. Þetta gerir líf fólks ansi erfitt," sagði Arteta.

„Við viljum þetta ekki og þurfum ekki á þessu að halda. Þetta eyðileggur svo sannarlega íþróttina, við skulum útrýma þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner