Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
banner
   mið 28. janúar 2026 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Jó tók á móti Kristalli á Spáni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Brann
Kristall Máni Ingason gekk fyrr í þessu viku í raðir norska félagsins Brann. Hann var keyptur frá SönderjyskE eftir að hafa spilað mjög vel fyrri hluta tímabilsins í Danmörku.

Þegar Kristall lenti á Marbella til að koma til móts við liðsfélaga sína hjá Brann tók kunnuglegt andlit á móti honum. Aron Jóhannsson fylgdi Kristalli af flugvellinum og í gegnum undirskrift á samningi við norska félagið. Brann hefur verið á Marbella að undirbúa sig fyrir leiki í Evrópudeildinni og komandi tímabil í Noregi.

Aron var staddur á Marbella í golfferð með vinum sínum. Sem leikmaður hefur hann verið með Magnús Agnar Magnússon hjá Stellar sem umboðsmann. Magnús Agnar sá um að ganga frá félagaskiptunum fyrir hönd Kristals en hann bað Aron um að taka á móti leikmanninum á Spáni.

Aron hefur ekki verið í fótbolta síðustu vikur. Hann er samningsbundinn Val en var leystur undan starfsskyldum og er framhaldið hjá honum sem leikmaður óljóst.

Aron hefur áhuga á umboðsmennsku og hefur verið að aðstoða Magnús Agnar og Bjarka Gunnlaugsson hjá Stellar síðustu vikur. Aron býr yfir mikilli reynslu af sínum ferli, hann spilaði með Werder Bremen í Þýskalandi, AZ Alkmaar í Hollandi og bandaríska landsliðinu ásamt því að spila í Svíþjóð, Danmörku og Póllandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner