Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 16:49
Elvar Geir Magnússon
Fulham kaupir Bobb fyrir 27 milljónir punda
Bobb í leik með norska landsliðinu.
Bobb í leik með norska landsliðinu.
Mynd: EPA
Fulham hefur náð samkomulagi við Manchester City um að kaupa norska landsliðsmanninn Oscar Bobb fyrir 27 milljónir punda.

Bobb, sem er 22 ára, hefur færst aftar í goggunarröðina hjá City eftir að Antoine Semenyo var keyptur. Borussia Dortmund hafði sýnt honum áhuga

Bobb hefur komið við sögu í 15 leikjum með City á tímabilinu en ekki skorað.

Hann spilaði síðasta 17. desember, gegn Brentford í Carabao deildabikarnum, en fór meiddur af velli í fyrri hálfleik.

Fulham hefur aðeins tapað einum af síðustu sjö úrvalsdeildarleikjum og situr í sjöunda sæti eftir 2-1 sigur gegn Brighton á laugardag.
Athugasemdir
banner