Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
banner
   mið 28. janúar 2026 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool bætir við manni í Meistaradeildarhópinn
Mynd: GiveMeSport
Liverpool hefur bætt við leikmanni í Meistaradeildarhópinn fyrir leik kvöldsins gegn Qarabag. Virgil van Dijk var eini miðvörðurinn í hópnum sem var til taks fyrir leikinn í kvöld og Arne Slot, stjóri Liverpool, hefur kallað í leikmann úr unglingaliðinu.

Hinn 19 ára Amara Nallo gæti verið á bekknum í kvöld. Liverpool tekur á móti Qarabag og mun með sigri tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Joe Gomez er meiddur, missir allavega af leiknum í kvöld, og Ibrahima Konate hefur ekki snúið aftur til Liverpool eftir að faðir hans lést í síðusut viku.

Í ofanálag meiddist Wellity Lucky sem hefur spilað með U21 liði félagsins og verður frá næstu mánuði.

Nallo var settur á B-lista Liverpool yfir leikmenn sem mega taka þátt í Meistaradeildinni. Hann hefur spilað áður í Meistaradeildinni, kom inn á gegn PSV á síðasta tímabili en fékk í kjölfarið rauða spjaldið. Hann spilaði líka gegn Crystal Palace í deildabikarnum í október, kom inn á og fékk rauða spjaldið í kjölfarið fyrir að taka sóknarleikmann Palace niður þegar hann var að sleppa í gegn.

Alls hefur Nallo spilað 16 mínútur fyrir aðallið Liverpool og fengið tvö rauð spjöld. Það er talið ólíklegt að Nallo verði í byrjunarliðinu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:00.
Athugasemdir
banner
banner