Liverpool hefur áhuga á því að fá Dayot Upamecano miðverði Bayern Munhcen. Hann er að tefja það að skrifa undir nýjan samning við Bayern. Frá þessu greinir Florian Plettenberg hjá Sky í Þýskalandi.
„Allir eru að bíða eftir því að hann taki ákvörðun, undirskriftinni. Samningurinn er tilbúinn. En Bayern Munchen mun ekki hækka tilboðið," segir Plettenberg.
„Allir eru að bíða eftir því að hann taki ákvörðun, undirskriftinni. Samningurinn er tilbúinn. En Bayern Munchen mun ekki hækka tilboðið," segir Plettenberg.
„Upamecano getur skrifað undir til 2030 eða 2031. Það er riftunarákvæði sem önnur félög geta virkjað frá sumrinu 2027. Hann getur fengið 20 milljónir evra á láni og fær háan undirskriftarbónus, hann og umboðsmaðurinn. Bayern hefur verið að bíða í margar vikur, félagið vill að hann taki ákvörðun."
„En mín skoðun er sú að hann sé að bíða eftir Liverpool eða Real Madrid. Liverpool hefur áhuga á Upamecano, við getum staðfest það," segir Plettenberg.
Upamecano er 27 ára franskur miðvörður sem verður samningslaus í sumar. Liverpool hefur verið í miðvarðarleit, sérstaklega þar sem Ibrahima konate, fyrrum samherji Upamecano hjá Leipzig, verður samningslaus næsta sumar.
Athugasemdir


