Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 16:44
Elvar Geir Magnússon
Sterling búinn að rifta við Chelsea (Staðfest)
Mynd: EPA
Raheem Sterling hefur yfirgefið Chelsea eftir að hafa gert samkomulag við félagið um riftun á samningi.

Átján mánuðir voru eftir af samningi hans við Chelsea en hann kom til félagsins fyrir 47,5 milljónir punda frá Manchester City 2022.

Sterling, sem er 31 árs, lék 81 leik fyrir Chelsea en hefur ekki leikið mótsleik fyrir félagið síðan í maí 2024 og æfði ekki með liðsfélögum sínum í vetur.

Juventus, Bayer Leverkusen og Fulham eru meðal félaga sem hafa sýnt honum áhuga.

Sterling hóf feril sinn hjá Liverpool og hefur unnið þrettán titla. Hann vill vera áfram í London en er opinn fyrir því að fara annað.
Athugasemdir
banner
banner
banner