Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mið 28. janúar 2026 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vestri breytir Lengjubikarleik í æfingaleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri og HK áttu að mætast í Lengjubikarnum á laugardag en leiknum hefur verið breytt í æfingaleik. Ástæðan fyrir því er sú að nýir erlendir leikmenn Vestra verða ekki komnir með leikheimild þar sem félagaskiptaglugginn opnar ekki fyrr en eftir viku.

Vestri og HK eru ræddu sín á milli og náðist samkomulag um að þau myndu mætast aftur 18. febrúar og verður sá leikur í Lengjubikarnum.

Vestri vildi geta nýtt nýju leikmennina sína og með því að hafa leikinn á laugardag sem æfingaleik, en ekki KSÍ leik, verður hægt að nýta þá leikmenn sem ekki eru komnir með leikheimild.

Vestri spilar takmarkað magn af leikjum fram að móti og vildi félagið ekki missa möguleikann á því a spila nýju leikmönnunum í einum þeirra.

Vestri varð bikarmeistari á síðasta tímabili en féll úr Bestu deildinni. Liðið verður í Lengjudeildinni og tekur þátt í forkeppni Evrópudeildarinnar í sumar.


Athugasemdir
banner
banner