Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. mars 2021 16:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Komu inn með orku - „Ísak er bara góður í fótbolta"
Icelandair
Ísak kom inn af krafti og Andri Fannar Baldursson gerði það líka.
Ísak kom inn af krafti og Andri Fannar Baldursson gerði það líka.
Mynd: Getty Images
Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu sterkir inn af bekknum gegn Danmörku í riðlakeppni Evróppumótsins í dag.

Skiptingarnar komu á 68. mínútu og komu þeir báðir með kraft inn í leikinn. Þetta voru fyrstu skiptingar Íslands í leiknum.

Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, var spurður að því á blaðamannafundi af hverju skiptingarnar komu ekki fyrr.

„Mér fannst við vera með ágætis jafnvægi í liðinu. Þegar þú ert á bekknum, þá verðurðu að koma sterkur inn, þú þarft að gefa liðinu orku og þeir gerðu það klárlega. En við vorum í fínu jafnvægi (e. balance), það var okkar mat."

Ísak spilaði á miðjunni í dag eftir að hann kom inn á, en í fyrsta leik spilaði hann á hægri kanti. Hvar er hann betri?

„Ísak er bara góður í fótbolta og getur leyst þær stöður sem hann er beðinn um að leysa. Hann getur klárlega spilað bæði út á kanti og á miðju," sagði Davíð.

Varnarmaðurinn Ísak Óli Ólafsson fór út af á 77. mínútu og sagði Davíð að það hefði verið vegna krampa.
Athugasemdir
banner
banner
banner