Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. mars 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Verðum aldrei Brasilíumenn en getum bætt okkur í ýmsum þáttum"
Icelandair
Leikmenn Íslands ganga inn á völlinn í dag.
Leikmenn Íslands ganga inn á völlinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, dökkan sunnudag eftir tap Íslands gegn Armeníu í undankeppni HM 2022.

Ísland heimsótti Armeníu í dag og var niðurstaðan 2-0 tap. Ísland er án stiga eftir tvo leiki í undankeppninni.

Arnar var sérfræðingur í kringum leikinn á RÚV.

„Það vantaði alla ákefð. Við fengum 10-11 horn og vorum aldrei líklegir til að skora úr okkar traustasta vopni í gamla daga. Við erum líka komnir með einn sjúkdóm, það er rosalega auðvelt að skora á okkur," sagði Arnar.

„Gamli góði íslenski andinn var ekki til staðar í seinni hálfleik."

Arnar sagði að það væri erfitt fyrir nýja þjálfara að koma inn og fá lítinn tíma með liðinu í undirbúning. Hann segir að fótboltinn sé að þróast og að landsliðið þurfi að þróast með því.

„Fótboltinn er alltaf að þróast. Við spiluðum ákveðinn fótbolta fyrir fimm eða sex árum síðan sem gaf okkur mjög vel. Hann er að þróast á annan veg núna. Við þurfum að fylgja þeirri þróun. Við þurfum að vera betri í að halda bolta, við þurfum að fylla svæðin betur og við þurfum að vera miklu betri í pressu. Það er áberandi í þessum tveimur leikjum hversu lélegir við erum í að pressa; það er engin ákefð og við vinnum ekki seinni boltana."

„Það er gott tímabil núna til að stokka upp í þessu. Við verðum aldrei Brasilíumenn en við getum aðeins bætt okkur í ýmsum þáttum í fótbolta."

Atli Viðar Björnsson, fyrrum sóknarmaður FH, var með Arnari í settinu. Hann segir að „gamla bandið" sé ekki að fara að koma okkur til Katar.

„Við þurfum að þróast, það þarf að stokka upp spilin. Við vorum komnir með gamla bandið inn á síðasta hálftímann, þeir veðjuðu á að setja Kolbein inn á með Jóni Daða. Gamla bandið er ekki að fara koma okkur til Katar. Við þurfum fleiri nýja menn inn," sagði Atli Viðar.

„Þetta er ekki alveg katastrófa. Það vantaði Gylfa og fleiri. Ég er aðallega að við þurfum að endurnýja okkar 'fótbolta concept'. Mér finnst við vera töluvert eftir á. Við erum ekki á sömu þróun og aðrar þjóðir, við verðum að horfast í augu við það. Ég vil bara sjá okkur bæta okkur í ákveðnum þáttum leiksins sem mér finnst aðrar þjóðir vera að gera," sagði Arnar.

Sjá einnig:
Ef fyrra markið var lélegt þá var seinna enn lélegra
Segir tölurnar sláandi - „Margir hafa sætt sig við að þetta sé Ísland"
Athugasemdir
banner
banner
banner