Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 28. mars 2021 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ef fyrra markið var lélegt þá var seinna enn lélegra
Icelandair
Armenía fagnar marki í leiknum.
Armenía fagnar marki í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Armenía vann 2-0 sigur gegn Íslandi í leik liðanna í undankeppni HM 2022.

Hægt er að sjá mörkin úr leiknum hér neðst í fréttinni.

Farið var yfir mörkin eftir leikinn á RÚV en Arnar Gunnlaugsson og Atli Viðar Björnsson voru þar sérfræðingar.

„Það er gott og blessað að vera í lágvörn en þú verður að sýna ákefð þegar þú ert að reyna að ná í boltann. Það er alltof mikið gutl í leikmönnum Íslands og léleg hjálparvörn. Ari veit að þetta er vinstri fótar maður og það þarf að loka betur á skotvinkilinn hans. Mögulega getur Hannes gert betur, en um leið og sendingin kemur yfir þá þarf að koma aggresív færsla og það þarf að koma á einhverju tempói og af einhverri ákefð," sagði Arnar.

„Það er rosalega lítil ákefð í pressunni í lágvörninni, þegar við erum komnir niður með liðið og í skipulagi," sagði Atli Viðar.

„Ef fyrra markið var lélegt þá var seinna markið enn lélegra. Þetta er léleg vörn; Albert er ekki að hjálpa til, Jói er langt frá stöðunni og mögulega orðinn þreyttur, Birkir er skilinn eftir. Auðvitað á hann (Birkir) að gera betur. Þetta er bara leikstaðan einn og einn. Lars Lagerback talaði alltaf um það að tapa aldrei stöðunni einn á einn, hvar sem er á vellinum. Þetta er bara dapurt," sagði Arnar.

Mörkin má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner