Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 26. mars 2021 00:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir tölurnar sláandi - „Margir hafa sætt sig við að þetta sé Ísland"
Icelandair
Ísland tapaði 3-0 gegn Þýskalandi.
Ísland tapaði 3-0 gegn Þýskalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, fannst tölfræðin úr leik Íslands og Þýskalands í kvöld sláandi.

Arnar var sérfræðingur í kringum leikinn hjá RÚV ásamt kollega sínum, Jóhannesi Karli Guðjónssyni, þjálfara ÍA.

Eftir leikinn var birt tölfræði úr leiknum. Þjóðverjar voru 76 prósent með boltann og kláruðu tæplega 1000 sendingar í leiknum. Ísland kláraði á meðan 159 sendingar.

„Þetta eru mjög sláandi tölur," sagði Arnar. „Þetta er eitthvað sem við höfum talað um í mörg ár og margir hafa sætt sig við að þetta sé Ísland. Ég er ekki alveg sammála því."

„Við munum aldrei getað spilað þennan leik og verið meira með boltann en Þjóðverjar. En kannski getum við hækkað úr 25 prósentum í 40 prósent. Við eigum ekki séns í þessar þjóðir nema við bætum þessa þætti í okkar leik."

„Við verðum þá að hafa þor í að gera það, þor til að fá leikmenn eins og Albert (Guðmundsson) á boltann, þor til að spila á okkar leikmönnum sem eru aðeins betri í fótbolta en hinir þó að þeir séu aðeins verri varnarmenn. Þannig að við fáum gott jafnvægi á okkar lið og náum því besta úr öllum okkar leikmönnum."

„Við megum ekki gleyma því að við erum að spila á móti Þýskalandi, við erum að spila á móti risaknattspyrnuþjóð. Við Íslendingar erum stórir í okkur og við viljum gríðarlega mikið. Við getum öll verið sammála um að fyrri hálfleikurinn var lélegur. Seinni hálfleikurinn var betri, við þorðum að halda boltanum og sköpuðum okkur ágætis stöður sem er jákvætt," sagði Jói Kalli.

„Það sem skiptir mestu máli núna er hvernig við förum inn í leikinn gegn Armeníu. Þar getum við farið kannski á útivöll og stýrt leiknum á okkar hátt; þegar við viljum halda á honum þá getum við haldið betur í hann og verið með fleiri möguleika í sóknaruppbyggingu."

Leikurinn gegn Armeníu er á sunnudag og svo mætum við Liechtenstein næsta miðvikudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner