Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
   mán 28. apríl 2025 21:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Jafnt í hörkuleik á Hlíðarenda - Öruggt hjá Fram
Víkingar fagna
Víkingar fagna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 1 - 1 Víkingur R.
0-1 Helgi Guðjónsson ('22 , víti)
1-1 Patrick Pedersen ('64 )
Lestu um leikinn

Það var stórleikur á Hlíðarenda þar sem Víkingur var í heimsókn hjá Val í Bestu deildinni í kvöld.

Leikurinn byrjaði rólega en það dró til tíðinda þegar Víkingur fékk vítaspyrnu þegar Birkir Heimisson braut á Stíg Diljan Þórðarsyni inn á teignum.

Það kom eflaust mörgum á óvart að Helgi Guðjónsson steig á punktinn þar sem Gylfi Þór Sigurðsson var inn á gegn sínum gömlu félögum. Helgi spáði ekkert í það og skoraði af öryggi.

Stuttu síðar fékk Patrick Pedersen dauðafæri hinu megin á vellinum en boltinn fór framhjá.

Eftir klukkutíma leik var önnur vítaspyrna dæmd. Í þetta sinn fengu Valsarar hana þegar Gunnar Vatnhamar braut á Jónatan Inga Jónssyni. Markahrókurinn Patrick Pedersen steig á punktinn og skoraði og jafnaði metin.

Víkingar sóttu hart að marki Valsara í uppbótatíma. Valdimar Þór Ingimundarson átti skot inn í þvöguna á teignum eftir hornspyrnu en Bjarni Mark Antonsson átti stórkostlega björgun með hjólhestaspyrnu.

Helgi átti frábæran skalla stuttu áður en Stefán Þór Ágústsson varði frábærlega og jafntefli var niðurstaðan.

Fram 3 - 0 Afturelding
1-0 Kennie Knak Chopart ('20 )
2-0 Kyle Douglas Mc Lagan ('35 )
3-0 Vuk Oskar Dimitrijevic ('74 )
Lestu um leikinn

Fram fékk Aftureldingu í heimsókn en liðin áttu misjöfnu gengi að fagna í síðustu umferð. Afturelding vann sinn fyrsta leik í efstu deild gegn Víkingum en Fram tapaði í Eyjum.

Fram komst yfir þegar Kennie Chopart skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Vuk Oskari Dimitrijevic. Afturelding fékk tækifæri til að jafna metin eftir vel útfærða hornspyrnu en Viktor Freyr varði vel frá Aroni Jóhannssyni.

Stuttu síðar refsuðu Framarar þegar boltinn barst til Kyle McLagan á fjærstönginni og hann skoraði með góðu skoti á nærstöngina.

Afturelding var nálægt því að jafna eftir tæplega klukkutíma leik þegar Elmar Kári Cogic lyfti boltanum yfir Viktor en Kennie Chopart skallaði frá á marklínu. Vuk Oskar innsiglaði sigur Fram eftir slæm mistök í öftustu línu hjá Aftureldingu.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
2.    Víkingur R. 4 2 1 1 7 - 2 +5 7
3.    Vestri 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
4.    ÍBV 4 2 1 1 6 - 5 +1 7
5.    KR 4 1 3 0 12 - 7 +5 6
6.    Fram 4 2 0 2 8 - 6 +2 6
7.    Valur 4 1 3 0 8 - 6 +2 6
8.    Stjarnan 4 2 0 2 7 - 7 0 6
9.    Afturelding 4 1 1 2 1 - 5 -4 4
10.    KA 4 1 1 2 6 - 11 -5 4
11.    ÍA 4 1 0 3 2 - 9 -7 3
12.    FH 4 0 1 3 5 - 8 -3 1
Athugasemdir
banner
banner