Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   mán 28. apríl 2025 22:13
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann sannfærandi sigur á Aftureldingu í fjórðu umferð Bestu deild karla í kvöld þegar þessi lið mættust á Lambhagavellinum.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 Afturelding

„Frábær sigur og frábært svar við lélegum leik okkar í Vestmannaeyjum. Menn lögðu á sig mikla vinnu, baráttu og það þurfti svo sannarlega til gegn spræku og mjög góðu liði Aftureldingar," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir sigurinn í kvöld.

„Þeir þrýstu okkur hér oft til baka í fyrri hálfleik þó við höfum verið í stöðunni 2-0 í hálfleik þá fannst mér það ekki alveg gefa rétta mynd, jújú við hefðum alveg getað skorað fleiri en við björgum líka oft mjög vel og Viktor var frábær í markinu. Tók það sem vörnin náði ekki að taka" 

Aðspurður um það hver grunnurinn hefði verið að þessum sigri hrósaði Rúnar sínum mönnum. 

„Menn þorðu bara að spila fótbolta. Við fórum í hápressu og spiluðum svolítið maður á mann á móti þeim og vildum reyna að stela boltanum af þeim hátt á vellinum því þeir eru duglegir að spila út úr vörn"

„Við náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá með því að stela boltanum af þeim nokkrum sinnum og þá verður svona meira óöryggi í þeirra leik" 

Það styttist í gluggalok en Rúnar sér ekki fram á að bæta neinu við nema Fram eru á eftir markverði. 

„Nei við erum bara að leita af markmanni til að bæta í leikmannahópinn okkar og til að hafa fleiri markmenn á æfingu. Við erum með tvo eins og staðan er og annar er í öðrum flokk og hann þarf að spila leiki þar." 

„Við þurfum að geta æft með tvo markmenn þannig við þurfum að fá einn inn í teymið og erum bara að leita logandi ljósi af einhverjum möguleika í því" sagði Rúnar.

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
2.    Víkingur R. 4 2 1 1 7 - 2 +5 7
3.    Vestri 4 2 1 1 4 - 2 +2 7
4.    ÍBV 4 2 1 1 6 - 5 +1 7
5.    KR 4 1 3 0 12 - 7 +5 6
6.    Fram 4 2 0 2 8 - 6 +2 6
7.    Valur 4 1 3 0 8 - 6 +2 6
8.    Stjarnan 4 2 0 2 7 - 7 0 6
9.    Afturelding 4 1 1 2 1 - 5 -4 4
10.    KA 4 1 1 2 6 - 11 -5 4
11.    ÍA 4 1 0 3 2 - 9 -7 3
12.    FH 4 0 1 3 5 - 8 -3 1
Athugasemdir
banner
banner