Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   mán 28. apríl 2025 22:13
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Rúnar Kristinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann sannfærandi sigur á Aftureldingu í fjórðu umferð Bestu deild karla í kvöld þegar þessi lið mættust á Lambhagavellinum.

Lestu um leikinn: Fram 3 -  0 Afturelding

„Frábær sigur og frábært svar við lélegum leik okkar í Vestmannaeyjum. Menn lögðu á sig mikla vinnu, baráttu og það þurfti svo sannarlega til gegn spræku og mjög góðu liði Aftureldingar," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir sigurinn í kvöld.

„Þeir þrýstu okkur hér oft til baka í fyrri hálfleik þó við höfum verið í stöðunni 2-0 í hálfleik þá fannst mér það ekki alveg gefa rétta mynd, jújú við hefðum alveg getað skorað fleiri en við björgum líka oft mjög vel og Viktor var frábær í markinu. Tók það sem vörnin náði ekki að taka" 

Aðspurður um það hver grunnurinn hefði verið að þessum sigri hrósaði Rúnar sínum mönnum. 

„Menn þorðu bara að spila fótbolta. Við fórum í hápressu og spiluðum svolítið maður á mann á móti þeim og vildum reyna að stela boltanum af þeim hátt á vellinum því þeir eru duglegir að spila út úr vörn"

„Við náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá með því að stela boltanum af þeim nokkrum sinnum og þá verður svona meira óöryggi í þeirra leik" 

Það styttist í gluggalok en Rúnar sér ekki fram á að bæta neinu við nema Fram eru á eftir markverði. 

„Nei við erum bara að leita af markmanni til að bæta í leikmannahópinn okkar og til að hafa fleiri markmenn á æfingu. Við erum með tvo eins og staðan er og annar er í öðrum flokk og hann þarf að spila leiki þar." 

„Við þurfum að geta æft með tvo markmenn þannig við þurfum að fá einn inn í teymið og erum bara að leita logandi ljósi af einhverjum möguleika í því" sagði Rúnar.

Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner