Lestu um leikinn: Fram 3 - 0 Afturelding
„Frábær sigur og frábært svar við lélegum leik okkar í Vestmannaeyjum. Menn lögðu á sig mikla vinnu, baráttu og það þurfti svo sannarlega til gegn spræku og mjög góðu liði Aftureldingar," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari Fram eftir sigurinn í kvöld.
„Þeir þrýstu okkur hér oft til baka í fyrri hálfleik þó við höfum verið í stöðunni 2-0 í hálfleik þá fannst mér það ekki alveg gefa rétta mynd, jújú við hefðum alveg getað skorað fleiri en við björgum líka oft mjög vel og Viktor var frábær í markinu. Tók það sem vörnin náði ekki að taka"
Aðspurður um það hver grunnurinn hefði verið að þessum sigri hrósaði Rúnar sínum mönnum.
„Menn þorðu bara að spila fótbolta. Við fórum í hápressu og spiluðum svolítið maður á mann á móti þeim og vildum reyna að stela boltanum af þeim hátt á vellinum því þeir eru duglegir að spila út úr vörn"
„Við náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá með því að stela boltanum af þeim nokkrum sinnum og þá verður svona meira óöryggi í þeirra leik"
Það styttist í gluggalok en Rúnar sér ekki fram á að bæta neinu við nema Fram eru á eftir markverði.
„Nei við erum bara að leita af markmanni til að bæta í leikmannahópinn okkar og til að hafa fleiri markmenn á æfingu. Við erum með tvo eins og staðan er og annar er í öðrum flokk og hann þarf að spila leiki þar."
„Við þurfum að geta æft með tvo markmenn þannig við þurfum að fá einn inn í teymið og erum bara að leita logandi ljósi af einhverjum möguleika í því" sagði Rúnar.
Nánar er rætt við Rúnar Kristinsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 - 5 | +2 | 9 |
2. Víkingur R. | 4 | 2 | 1 | 1 | 7 - 2 | +5 | 7 |
3. Vestri | 4 | 2 | 1 | 1 | 4 - 2 | +2 | 7 |
4. ÍBV | 4 | 2 | 1 | 1 | 6 - 5 | +1 | 7 |
5. KR | 4 | 1 | 3 | 0 | 12 - 7 | +5 | 6 |
6. Fram | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 - 6 | +2 | 6 |
7. Valur | 4 | 1 | 3 | 0 | 8 - 6 | +2 | 6 |
8. Stjarnan | 4 | 2 | 0 | 2 | 7 - 7 | 0 | 6 |
9. Afturelding | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 - 5 | -4 | 4 |
10. KA | 4 | 1 | 1 | 2 | 6 - 11 | -5 | 4 |
11. ÍA | 4 | 1 | 0 | 3 | 2 - 9 | -7 | 3 |
12. FH | 4 | 0 | 1 | 3 | 5 - 8 | -3 | 1 |