Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 28. maí 2020 14:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hewson ekki á leið í FH - „Það er ekkert til í þessu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svo í kvöld voru mínir menn í Hafnarfirði, gárungarnir, þeir tala um Sam Hewson. Að hann sé að koma aftur í FH frá Fylki," sagði Hjörvar Hafliðason í gær í upphitunarþætti Stöð 2 Sport fyrir Pepsi Max-deildina.

Rætt var um vistaskipti Harðar Inga Gunnarssonar í FH frá ÍA og áframhaldandi umræða um mögulega heimkomu Emils Hallfreðssonar í Hafnarfjörðinn. Í kjölfarið skaut Hjörvar inn nafni Sam Hewson, miðjumanns Fylkis.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, svaraði í dag fyrirspurn 433.is um málið.

„Það er ekkert til í þessu og hefur ekkert verið rætt,“ sagði Óli við 433.is í dag.

„Við erum með feikilega öfluga miðjumenn i okkar hóp, Björn Daníel, Baldur, Daníel Hafsteins, Þóri Jóhann og Baldur Loga. Svo kemur Vuk til okkar í sumar,“ sagði Ólafur.

Hewson lék fyrst með Fram á Íslandi áður en hann gekk í raðir FH. Þaðan fór hann svo í Grindavík og er nú að hefja sitt annað tímabili í Árbænum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner