
Það var stuð og stemning í München í dag er bæði karla- og kvennaliðið fögnuðu þýska deildartitlinum.
Karlaliðið varð þýskur meistari í ellefta sinn í gær á meðan kvennaliðið tryggði titilinn með því að slátra Potsdam, 11-1, en Glódís Perla Viggósdóttir gerði meðal annars eitt af mörkum Bayern í leiknum.
Leikmenn beggja liða fögnuðu saman en karlaliðið mætti á leik kvennaliðsins gegn Potsdam áður en ferðinni var heitið að ráðhúsinu í München.
Þar tóku þúsundir manna á móti þeim. Íslensku landsliðskonurnar voru afar hressar eins og má sjá á myndunum sem fylgja með fréttinni.
Athugasemdir