Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
Aron Freyr: Á tvo leiki þar en ég ætla að vinna í fyrsta skipti þar á föstudaginn
Sveinn: Ég ætla að vona að bærinn tæmist næsta föstudagskvöld
Hemmi Hreiðars: Ógeðslega fúlt og svekkjandi
Raggi Sig fáránlega vonsvikinn með frammistöðuna - „Gefum mörk eins og oft áður“
Þengill: Datt á hausinn og fékk boltann í andlitið, bara týpískt eitthvað sem gerist í Vestmannaeyjum
Sverrir Páll: Vorum betri þó þetta hafi ekki verið neinn Nou Camp fótbolti
Hildur Antons: Þetta er búið að vera markmið ótrúlega lengi
Karólína stolt: Lendum í miklum áföllum en þetta er gríðarlega sterkt
Guðrún: Allir njóta góðs af því að hafa hana inná
Telma: Hún er að mínu mati sú besta í heimi
Glódís eftir sögulegan sigur: Já okei, ég vissi það ekki
Fyrsti keppnisleikurinn í sex ár - „Ég var upprunalega varnarmaður"
Besti þátturinn - Ída Marín fór á kostum
Rúnar: Höfum fulla trú á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Benoný Breki: Við ætluðum bara að sækja á þá og skora
Maggi: Svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Aron Elí: Aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
   sun 28. maí 2023 19:59
Elvar Geir Magnússon
Óskar er sá vinsælasti í Árbænum: Alltaf að brosa
watermark Óskar í baráttunni í leiknum í kvöld.
Óskar í baráttunni í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stigasöfnunin er farin að rúlla vel hjá Fylki, liðið vann ÍBV í Árbænum í kvöld og er liðið búið að fara í gegnum þrjá leiki í röð án ósigurs. Hinn nítján ára gamli Óskar Borgþórsson skoraði sigurmarkið.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Það var mjög mikilvægt að ná í þessu stig og koma sér aðeins frá þessum pakka. Þetta voru mjög erfiðar aðstæður, mjög mikil rigning og vindur. Þetta var hörkuleikur og góður leikur," segir Óskar.

Í sigurmarkinu breytti skot Óskars um stefnu af varnarmanni ÍBV og fór í netið. Hvernig var að sjá boltann fara inn?

„Það var ógeðslega gaman. Ég var með vindinn í bakið og um að gera að skjóta bara, og það kom mark. Boltinn var á leiðinni á markið og þetta er alltaf mitt mark," segir Óskar brosandi. Hann er kominn með þrjú mörk í deildinni og er ánægður með sína byrjun persónulega.

Óskar er vinsælasti leikmaður Fylkis meðal stuðningsmanna og fær varla frið fyrir ungum aðdáendum þegar hann mætir á svæðið. Hver er ástæðan fyrir því?

„Ég er að vinna í Árbæjarskóla og svo hef ég líka verið að þjálfa þessa krakka. Maður er bara skemmtilegur og alltaf að brosa, það er eina vitið."
Athugasemdir
banner
banner