Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
   sun 28. maí 2023 19:59
Elvar Geir Magnússon
Óskar er sá vinsælasti í Árbænum: Alltaf að brosa
Óskar í baráttunni í leiknum í kvöld.
Óskar í baráttunni í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stigasöfnunin er farin að rúlla vel hjá Fylki, liðið vann ÍBV í Árbænum í kvöld og er liðið búið að fara í gegnum þrjá leiki í röð án ósigurs. Hinn nítján ára gamli Óskar Borgþórsson skoraði sigurmarkið.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 ÍBV

„Það var mjög mikilvægt að ná í þessu stig og koma sér aðeins frá þessum pakka. Þetta voru mjög erfiðar aðstæður, mjög mikil rigning og vindur. Þetta var hörkuleikur og góður leikur," segir Óskar.

Í sigurmarkinu breytti skot Óskars um stefnu af varnarmanni ÍBV og fór í netið. Hvernig var að sjá boltann fara inn?

„Það var ógeðslega gaman. Ég var með vindinn í bakið og um að gera að skjóta bara, og það kom mark. Boltinn var á leiðinni á markið og þetta er alltaf mitt mark," segir Óskar brosandi. Hann er kominn með þrjú mörk í deildinni og er ánægður með sína byrjun persónulega.

Óskar er vinsælasti leikmaður Fylkis meðal stuðningsmanna og fær varla frið fyrir ungum aðdáendum þegar hann mætir á svæðið. Hver er ástæðan fyrir því?

„Ég er að vinna í Árbæjarskóla og svo hef ég líka verið að þjálfa þessa krakka. Maður er bara skemmtilegur og alltaf að brosa, það er eina vitið."
Athugasemdir
banner
banner
banner