Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 28. júlí 2022 20:53
Ívan Guðjón Baldursson
Atletico kaupir Molina (Staðfest) - Lino fer til Valencia
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Atletico Madrid er búið að kaupa tvo leikmenn í sumar. Fyrst keypti félagið Samuel Lino, kantmann Gil Vicente, og núna er félagið einnig búið að festa kaup á bakverðinum eftirsótta Nahuel Molina.


Molina er aðeins 24 ára gamall og getur leikið bæði hægra og vinstra megin sem bakvörður eða kantmaður. Hann skoraði 8 mörk í 37 leikjum á síðasta tímabili og gaf 5 stoðsendingar.

Atletico borgar rúmlega 20 milljónir evra fyrir Molina sem var ekki langt frá því að ganga í raðir Juventus fyrr í sumar. Bakvörðurinn skrifar undir fimm ára samning.

Molina, með 17 landsleiki fyrir Argentínu, á að fylla í skarðið sem Kieran Trippier og Sime Vrsaljko hafa skilið eftir sig.

Samuel Lino er 22 ára framherji frá Brasilíu og skoraði 14 mörk í 38 leikjum á síðustu leiktíð af vinstri kanti, auk þess að gefa fimm stoðsendingar.

Lino skrifar einnig undir fimm ára samning við Atletico en fyrsta árið verður hann hjá Valencia á lánssamningi.

Þessi knái kantmaður kostaði rétt rúmar 7 milljónir evra.

Gennaro Gattuso þjálfari Valencia vill einnig krækja í Arthur, miðjumann Juventus, á láni.


Athugasemdir
banner
banner
banner