Keflavík 0 - 1 Afturelding
0-1 Sigurpáll Melberg Pálsson '78
0-1 Sigurpáll Melberg Pálsson '78
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 1 Afturelding
Keflavík og Afturelding áttust við í úrslitaleik Lengjudeildar karla á Laugardalsvelli í dag þar sem liðin kepptust um sæti í Bestu deildinni á næsta ári.
Keflvíkingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora framhjá Jökli Andréssyni og misstu svo lykilmann sinn Sami Kamel af velli vegna meiðsla.
Fyrri hálfleikurinn einkenndist af mikilli baráttu og það gerði sá seinni líka. Lítið var um opin færi en það voru Mosfellingar sem tóku forystuna á 78. mínútu, þegar Sigurpáll Melberg Pálsson fylgdi föstu skoti frá Arnóri Gauta Ragnarssyni með marki af stuttu færi.
Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna á lokamínútunum en tókst ekki að opna vörn Mosfellinga. Niðurstaðan 0-1 sigur fyrir Aftureldingu sem fer upp í efstu deild í fyrsta sinn í langri sögu karlaliðsins.
Athugasemdir