Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   lau 28. september 2024 18:43
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Orri skoraði tvö í langþráðum sigri Sociedad
Þungu fargi létt af Orra sem er kominn með tvö mörk
Þungu fargi létt af Orra sem er kominn með tvö mörk
Mynd: Getty Images
Orri Steinn Óskarsson skoraði tvö mörk í langþráðum sigri Real Sociedad í La Liga í kvöld en þetta voru fyrstu mörk hans síðan hann kom frá FCK í sumar.

Sociedad hafði aðeins skorað eitt mark frá síðasta sigri liðsins sem kom í lok ágúst og var þetta því kærkomið.

Orri byrjaði á bekknum en hann var að spila sinn sjötta leik fyrir félagið. Eftir draumabyrjun með FCK hafði hann ekki enn skorað mark fyrir nýja félagið eða þangað til í kvöld.

Hann kom inn af bekknum þegar hálftími var eftir en staðan var þá 1-0 fyrir Sociedad.

Landsliðsmaðurinn gerði fyrsta mark sitt fyrir félagið þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma eftir hraða skyndisókn. Brais Mendez slapp einn í gegn hægra megin, kom boltanum á fjær á Orra sem skoraði. Það sást í fagni Orra að þetta var mikill léttir og opnuðust flóðgáttir því hann gerði annað mark sitt undir lok leiks.

Seinna markið var keimlíkt fyrra markinu. Sergio Gomez slapp í gegn, inn í teiginn og lagði hann síðan til hliðar á Orra sem kom boltanum í markið.

Öruggur 3-0 sigur og Sociedad komið upp í 12. sæti með 8 stig.

Real Sociedad 3 - 0 Valencia
1-0 Takefusa Kubo ('8 )
2-0 Orri Oskarsson ('80 )
3-0 Orri Oskarsson ('90 )

Getafe 2 - 0 Alaves
1-0 Mauro Arambarri ('42 )
2-0 Luis Milla ('58 , víti)

Rayo Vallecano 1 - 1 Leganes
1-0 Sergio Camello ('8 )
1-1 Juan Cruz ('55 )
Athugasemdir
banner
banner
banner