Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 28. október 2014 11:15
Magnús Már Einarsson
Líklegt að Baldur fái tilboð frá SönderjyskE
„Þetta er stór ákvörðun"
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Baldur Sigurðsson, fyrirliði KR, telur ekki ólíklegt að hann muni fá samningstilboð frá danska félaginu SönderjyskE. Baldur var hjá SönderjyskE í síðustu viku þar sem hann skoraði meðal annars í leik með varaliði félagsins.

,,Ég á von á símtali að utan á næstu dögum og þá kemur þetta betur ljós. Þetta gekk mjög vel og viðbrögðin frá þeim voru býsna jákvæð. Ég á alveg eins von á því að fá samningstilboð frá þeim og svo tökum við stöðuna," sagði Baldur við Fótbolta.net í dag.

Hinn 29 ára gamli Baldur spilaði með Lyn í Noregi frá 2007 til 2009 en heillar það að fara aftur út í atvinnumennsku?

,,Það heillar eftir að hafa séð liðið og aðstæðurnar. Ef að forsendur eru réttar þá mun ég skoða það alvarlega. Fyrir tveimur vikum síðan var ég ekkert að pæla í þessu og síðan kom þetta óvænt upp. Ég ákvað að kíkja á þetta og þetta hefur þróast meira og meira."

,,Ég er nýbúinn með nám og er kominn í draumavinnuna. Ég er mjög sáttur í verkfræði vinnunni sem ég er í og sáttur hjá KR auk þess em ég á á von á barni í janúar. Það er margt sem þarf að huga að og þetta er stór ákvörðun."

Athugasemdir
banner
banner
banner