Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   fös 28. október 2022 20:59
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Burnley heldur toppsætinu eftir tapleik QPR
Trusty með U20 liði Bandaríkjanna.
Trusty með U20 liði Bandaríkjanna.
Mynd: EPA

Birmingham 2 - 0 QPR
1-0 Auston Trusty ('4 )
2-0 Emmanuel Longelo ('29 )


Birmingham fékk QPR í heimsókn í fyrsta leik helgarinnar í Championship deildinni á Englandi.

QPR gat endurheimt toppsæti deildarinnar af Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley með sigri en Auston Trusty kom heimamönnum í Birmingham yfir strax á fjórðu mínútu.

Emmanuel Longelo tvöfaldaði forystu heimamanna og var staðan 2-0 í leikhlé.

QPR lagði allt í sóknina í seinni hálfleik en tókst ekki að setja boltann í netið. Trusty átti frábæran leik í hjarta varnarinnar hjá Birmingham og var valinn besti leikmaður vallarins. Þá var John Ruddy flottur í markinu og varði vítaspyrnu á 78. mínútu.

Lokatölur 2-0 og er QPR í öðru sæti á meðan Birmingham er aðeins þremur stigum frá umspilssæti, með 23 stig eftir 17 umferðir.

Trusty er 24 ára bandarískur miðvörður á láni hjá Birmingham frá Arsenal.

Sjáðu markvörslu Ruddy


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 20 13 5 2 51 22 +29 44
2 Middlesbrough 20 11 6 3 30 21 +9 39
3 Millwall 19 10 4 5 23 25 -2 34
4 Preston NE 20 8 8 4 27 21 +6 32
5 Ipswich Town 19 8 7 4 33 19 +14 31
6 QPR 20 9 4 7 27 30 -3 31
7 Stoke City 19 9 3 7 26 18 +8 30
8 Southampton 20 8 6 6 34 28 +6 30
9 Bristol City 19 8 5 6 26 21 +5 29
10 Birmingham 20 8 4 8 29 25 +4 28
11 Watford 20 7 7 6 28 26 +2 28
12 Hull City 19 8 4 7 31 34 -3 28
13 Wrexham 19 6 9 4 24 21 +3 27
14 Leicester 19 7 6 6 25 24 +1 27
15 Derby County 19 7 5 7 26 28 -2 26
16 West Brom 20 7 4 9 23 28 -5 25
17 Sheffield Utd 20 7 2 11 25 29 -4 23
18 Swansea 20 6 5 9 21 27 -6 23
19 Charlton Athletic 19 6 5 8 19 25 -6 23
20 Blackburn 19 6 4 9 19 24 -5 22
21 Oxford United 20 4 7 9 21 28 -7 19
22 Portsmouth 19 4 5 10 15 26 -11 17
23 Norwich 20 3 5 12 22 33 -11 14
24 Sheff Wed 19 1 6 12 15 37 -22 -9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner