Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 28. nóvember 2020 16:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Klopp mjög pirraður: Til hamingju BT Sport með tognunina
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp var í viðtali hjá Des Kelly eftir leik Liverpool og Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þar var farið yfir leikjaálag og niðurröðun leikja. Jurgen Klopp er allt annað en sáttur við að leika á miðvikudagskvöldi og í hádeginu á laugardegi. Viðtalið er í heildina átta mínútur og má sjá það hér að neðan.

Kelly spurði Klopp hvort að Milner hefði tognað aftan í læri.

„Já, til hamingju," sagði Klopp og brosti.

„Ekki (óska) mér persónulega," sagði Kelly. „Já rétt, en þú vinnur fyrir þá, aftan í læri. Kemur ekki á óvart og þeir meiddust líka. En spurðu Chris Wilder hvernig við getum komið í veg fyrir þetta," sagði Klopp og skýtur þar á rétthafann á hádegisleikjum, BT Sport. Hann skýtur líka á Chris Wilder sem er einn þeirra sem vill ekki hafa fimm skiptingar í leikjum.

„Kannski ertu að skjóta á rangan aðila?" spurði Kelly. „Við vinnum eftir reglum úrvalsdeildarinnar. Ættiru ekki að beina þessu að félögunum í deildinni?"

„Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja þetta en þið veljið hádegisleikina. Við þurfum aftur að spila á miðvikudegi og svo í hádeginu á laugardegi áður en árið er úti," sagði Klopp.

Kelly bendir Klopp á að beina þessu á réttan aðila. Klopp segir að þetta sé hættulegt fyrir leikmenn.




Twitter um viðtalið:





Athugasemdir
banner
banner
banner