Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 29. mars 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: BBC 
Íhuga sekt ef þeir taka þátt í klósettrúlluáskoruninni
Nóg af klósettpappír
Nóg af klósettpappír
Mynd: Getty Images
Danny Denholm leikur með East Fife í skosku League One, C-deildinni. Þessi 29 ára vængmaður spilar fótbolta til hliðar við það að vera íþróttakennari í Dunmferline.

Kórónaveiran hefur áhrif víða en hún hefur ekki áhrif á sektarkefi East Fife, eða jú kannski. Lesendur kannast flestir við klósettrúlluáskoruninna sem hefur verið vinsæl á samfélagsmiðlum.

Leikmenn East Fife ræða nú sín á milli hversu háa sekt eigi að greiða ef leikmaður liðsins tekur þátt í þessari áskorun.

Einn leikmaður liðsins fær mögulega 200 punda sekt fyrir að kaupa of mikið af klósettpappír um daginn, ekki hefur verið ákveðið um lokaupphæð og þá fékk Denholm sjálfur 20 punda sekt fyrir að vera ekki með nægilega mikið gel í hárinu í sjóinvarpsviðtali um daginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner